Hver er Töddi brasar?

14606366_1319577654728529_5553556062080194958_n

Ég heiti Þröstur Sigurðsson, yfirleitt kallaður Töddi.

Ég elska að brasa. Ég elska bacon, hnetusmjör, bbq-sósur og flest það sem telst vera decadent, yfirdrifið, skrítið og einfalt í matargerð.

Fæddur árið 1979, alinn upp í Laugarnesinu en bý núna í 101. Ég ferðast töluvert til að kynna mér matarmenningu og ef einhverjum langar að sponsora mig í svoleiðis verkefni þá er ég svo sannarlega til. Núna langar mig helst að heimsækja suðurríki Bandaríkjana og sveitir Rússlands.

Allar uppskriftir hér inni eru eftir sjálfan mig nema annað sé tekið fram. Ég leik mér með tilbrigði við þekkt stef. Ég er ekki lærður matreiðslumaður, er fyrst og fremst áhugamaður um mat og almennt bara frekar hress gaur sem starfar í stjórnsýslu samhliða eldamennsku.

Ég fæ ekki greitt fyrir neinar færslur, ég fæ engar ókeypis vörur til að auglýsa, allt er gert af áhuga mínum en mér finnst gaman að benda á búðir og vörur ef mér líkar sérstaklega vel við eitthvað.

Töddi brasar síðan fór fyrst í loftið 14. ágúst 2012.

Hægt er að senda mér tölvupóst á toddibrasar@gmail.com ef þú hefur hugmyndir eða einhverjar pælingar.

Vona þú hafir gaman af og segðu endilega vinum og fjölskyldu frá mér 🙂

Töddi

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s