Bandarísk matarblogg eru uppfull af comfort food þessa daganna. Þá erum við að tala um smjördeig, beikon, bráðinn ost, matarmiklar súpur og alls konar gúmmelaði. Beikontvistur er mín útgáfa af þessari uppskrift hér. Þetta er einfalt og fljótlegt og er tilvalið að bera fram í t.d. kokteil- eða jólaboðum. Þú þarft: Smjördeigsrúllu Einn pakka beikon…
Flokkur: Smáréttir
Tilvalið í veisluna
Brokkhólímólí!
Það er eitthvað svo ofsalega groddalegt að bíta í haus af brokkólí, eitthvað svo barbarískt og fallegt.
Enskar skonsur með súkkulaðibitum
Emilie’s á horni Hverfisgötu og Barónsstígs býður uppá líklegast besta úrval af enskum skonsum sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Hjá Emelie’s, sem er nb frönsk keðja, er hægt að fá allt að 6 tegundir af skonsum á hverjum morgni sem eru bakaðar í litla ofninum þeirra. Þetta er fullkominn göngutúr fyrir mig eftir morgunsund…
Súper einfalt Tabasco ostakex
Helst svo mikið af Tabasco og chilli að maður brenni meiri kaloríum heldur maður innbyrðir.
Hinsegin djúpsteikt blátt blómkál
Hinsegin dagar eru í pípunum og því ber að fagna. Það þarf ekki allt að vera eins, það þarf ekki allt að vera litlaust, það þarf ekki allt að vera leiðinlegt. Það eru sjálfsögð mannréttindi að allir fái að vera eins og þeir vilja vera. Tempura gerir allt betra, það er hægt að bókstaflega djúpsteikja…
Messi maís með majónesi
Messi er magnaður, Messi elskar maís, nokkuð viss um að hann elski majónes líka, parMesan…og allt sem er mmm. Ímyndið ykkur að hér standi eitthvað sniðugt um HM og að Ísland sé að fara spila við Argentínu næstu helgi. Já fellow kids, ég féll í þessa gryfju, lægsti samnefnari, stuðlun, tíðaranda reference, miðaldra maðurinn sem…
Next level hvítlauksbrauð
Ótrúlega auðvelt og fáranlega gott tvist á ósköp venjulegt hvítlauksbrauð
Appelsínugljáðar gulrætur með chilli og fennel
Mjög einfaldur réttur sem hentar frábærlega með alls konar kjöti eða bara sem nart á veisluborð eða í partýið. Þú þarft: 700 gr gulrætur 3 msk ólívuolía 2 appelsínur 3 msk hunang Glás af fennel fræjum 1 msk chilliflögur Reykt paprika Salt Marineringin er sett saman, safinn kreystur úr appelsínunum og blandað saman við olíuna,…
Heitur skinkubrauðréttur
Fermingartímabilið er runnið upp með öllum sínum kransakökum, brauðtertum marsípanrjómaklessum o.s.fr.v. Raunveruleg stjarna allra fremingarveislna er að mínu mati hins vegar heiti skinkubrauðrétturinn. Með nóg af mjúkum aspas, tonni af osti og kruðeríi. Fullkomið í minningunni þegar maður skreið skeeelþunnur í fermingarveislu hjá fjarskyldum unglingi sem maður hafði aldrei átt í samskiptum við. Þetta er…
Beikon og gráðaostabaka
Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þessa böku…annað en að hún er STÓRKOSTLEG. Þú þarft: 2 plötur smjördeig 2 egg Hálft box af rifnum gráðaosti Ca 200gr beikon BBQ-sósa (má sleppa) Rauðlaukssulta Salt og pipar Hálft granatepli Aðferð: Smjördeigið er flatt út og hæfileg baka búin til, brett uppá kantana o.s.fr.v. Eggin…