Beikontvistur

Bandarísk matarblogg eru uppfull af comfort food þessa daganna. Þá erum við að tala um smjördeig, beikon, bráðinn ost, matarmiklar súpur og alls konar gúmmelaði.

Beikontvistur er mín útgáfa af þessari uppskrift hér.

Þetta er einfalt og fljótlegt og er tilvalið að bera fram í t.d. kokteil- eða jólaboðum.

Þú þarft:

  • Smjördeigsrúllu
  • Einn pakka beikon
  • Eina dós af jalapeno (má auðvitað líka nota ferskt)
  • 1 Snowdonia Black Bomber cheddar ost (nota ca 60% af honum)
  • Smá BBQ sósu
  • 1 egg

Mér finnst best að grilla beikonið, þannig næ ég réttu áferðinni, crispy og með smá bruna. Rúlla út smjördeiginu og smyr það með BBQ sósu. Svo rífur maður cheddar ostinn niður og setur ca. helminginn af honum yfir. Beikonið er svo klippt í litla bita og dreift yfir, svo koma jalapeno sneiðarnar. Meiri ostur og svo leggur maður þetta saman og þrýstir vel niður. Svo nota ég pizzahníf og sker í hæfilega strimla. Sný eða tvista uppá strimlana og raða á plötu og pensla með egginu. Þetta bakar maður svo á blæstri við 200°C í ca 12 mínútur.

Það er hægt að fá Snowdonia ostana í næstum öllum stórmörkuðum í dag, mér finnst þessi svarti (Black Bomber) bestur en þeir eru reyndar allir góðir.

2019-10-11 17.33.45

Það er hrikalega gott að setja smá piripiri sósu yfir og svo hentar þetta einstaklega vel með ísköldum öl.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s