Grilluð ostasamloka með döðlum

Ostur gerir mig hamingjusaman, ég kann ekki að útskýra það en það er eitthvað bið sérstaklega bráðinn bragðsterkan ost, jafnvel pínu brenndan sem kveikir i bragðlaukunum. Í kvikmyndinni Chef frá 2014 er sena með Jon Favreau þar sem hann gerir tilraun til að grilla bestu ostasamloku í heimi, þetta er frábær sena sem sýnir hversu…

Samloka með eplum, kanil, camenbert og hunangi.

Eftir að hafa þvælst um Sikiley og Marokkó á síðasta ári fór ég að kunna betur að meta kjötlausa rétti og í haust setti ég mér markmið að 3 kvöldmáltíðir í viku yrðu kjötlausar. Grilluð ostasamloka er svona guilty pleasure hjá mér, góður cheddar ostur er þar í lykilhlutverki. Í þessa samloku þarftu: Þykkar góðar brauðsneiðar…

Teriyaki steikarsamloka

Laugardagskvöld, steikarsamloka, fer vel saman. Ég notaði nauta framfillet og marineraði það í Sesam Ginger Teryiaki sósu frá Stonewall Kitchen, smá salt og pipar. Kjötið er steikt á pönnu í ólívuolíu og sett svo í ofn við 150°C þar til kjarnhitinn nær 60°C, tekið út og látið jafna sig í ca 15 mínútur, svo er…

Teriyaki nautasamloka með parmesan og avokadó

Á mánudögum er kjörið að gefa sér smá trít í kvöldmat, verðlaun fyrir að hafa komist yfir þessa bröttu brekku sem mánudagar geta verið…djók, mér finnst reyndar þriðjudagar alveg glataðir en mánudagar í lagi, en það er annað mál, stundum þarf maður bara aðeins að hygge sig. Samlokan er heillandi eldhúsafurð. Ég þreytist ekki á…

Elvis-samloka

Það kom að því, ég stóðst ekki mátið, ég er búinn að hugsa um þessa ansi lengi. Ég hef lesið um og heyrt fólk tala fjálglega um hvernig hin raunverulega Elvis-samloka hafi verið, sumir segja að hún hafi verið djúpsteikt í orlý-deigi, aðrir segja að hún hafi verið vafin í smjördeig og jafnvel með rjómafyllingu….

Ristað brauð með hamborgarhrygg, cheddar og ítölsku salati

Sunna litla systir mín kenndi mér að meta þennan cheddar frá Cathedral, Extra mature er bragðið mitt. Þessi kvöldmatur er líklegast með þeim einfaldari og meira í anda Guðrúnar Veigu heldur en Tödda brasar, geri mér grein fyrir því, en hey, stundum nennir maður ekki að…brasa. Þetta er ristað brauð með ítölsku salati (basically majó,…

Óhollasta samloka í heimi

Sigurður Guðmundsson vinur minn, stjörnulögmaður og vínsérfræðingur býður mér stundum í mat, hann elskar lífsins lystisemdir og kallar þetta óhollustu samloku í heimi. Ég var heillaður af einfaldleikanum, óhollustunni og nautnafíkninni. Innihaldið í þessari dásemd er einfaldlega: Bacon-pylsur Bearnaise-sósa Baguette brauð ….ekkert annað. Pylsurnar eru steiktar á pönnu og skornar í litla bita, sósunni er…

Veiðiferðar samlokur

Þeir sem þekkja mig best vita að ég er með skipulagsáráttu á háu stigi. Þegar maður skipar sér það hlutverk að sjá um samlokurnar fyrir veiðiferðirnar…þar sem ég er ekki mikill veiðikarl þá gefst frábært tækifæri til að skipuleggja og vesenast aðeins….brasa jafnvel. Fjórar tegundir af samlokum fyrir fjóra veiðimenn. 1. Rússneskt rúsínubrauð með skinkusalati….

Sólarhamborgari

Oooh ég elska góðan hamborgara. Ég er nýbúinn að koma mér upp forláta kolagrilli, agnarsmátt en brúklegt. Sólin skein og hamborgaraþörfin knúði mig áfram, ég átti ekki hamborgarabrauð en notaðist við múslíbrauð frá Jóa Fel. Ég meika eiginlega ekki svona tilbúna borgara lengur, ég mixaði saman UN-hakk hvítlauk, parmesan, olíu, salt, pipar og reykta papriku…