Ristað brauð með hamborgarhrygg, cheddar og ítölsku salati

2014-12-09 21.25.50

Sunna litla systir mín kenndi mér að meta þennan cheddar frá Cathedral, Extra mature er bragðið mitt.

Þessi kvöldmatur er líklegast með þeim einfaldari og meira í anda Guðrúnar Veigu heldur en Tödda brasar, geri mér grein fyrir því, en hey, stundum nennir maður ekki að…brasa.

Þetta er ristað brauð með ítölsku salati (basically majó, grænar baunir og gulrætur) sem á ekkert skilt við Ítalíu annað en litina í salatinu sem er einmitt ástæða nafngiftarinnar.
Ofan á það kemur þykk sneið af hamborgarhrygg sem fæst núna fyrir jólin í Hagkaup fulleldað og fínt, pakkinn kostar reyndar alveg rúman þúsund kall en hey! jólin og allt það. Síðan fer þetta dásamlega sæta sinnep sem fæst að ég held bara í Nóatúni og heitir Bergby´s og síðan ostalengjur.

Svo einfalt, svo gott.

Mmm majónes, jólabragð og extra sterkur cheddar og svo dísætt sinnep, dásamlegt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s