Beisik bananabrauð

Hér er á ferðinni mjög beisik bananabrauð sem ég tvíka aðeins til með hnetusmjöri og möndludropum, það gefur brauðinu enn meiri kökublæ. Börnin elska bananabrauð í nesti og það er svo ótrúlega hentugt að skera það niður meðan það er volgt og frysta sneiðarnar. Þú þarft: 75gr sykur 75gr púðursykur 2 egg 1 tsk möndludropa…

Sunnudagssnúðar með pistasíukremi

Haustlægðirnar sigla yfir landið ein af annarri. Það er ekkert betra á stormasömum sunnudegi en að baka, hugleiða, hlusta á ljúfan eldhúsjazz og smátt og smátt fyllist húsið af kanil- og vanilluilm og um leið og síðasta platan kemur úr ofninum hellir maður uppá. Oooohh. Hér er úrvals eldhúsjazz playlisti: Ég hreinleg elska kanilsnúða. Hér…

Heitt perupæ með saltkaramellusúkkulaði

Haustið er í póstinum og það fær mig til hugsa um matarmiklar súpur, grillað lambalæri, buff með spældu eggi og brúnni sósu og…pæ, ok, bökur, svo við höfum þetta allt rétt. Þessa uppskrift geri ég reglulega, deigið er svo súper einfalt en ógurlega gott og maður getur eiginlega blandað hverju sem er saman við. Á…

Bláberja muffins með hvítu súkkulaði

Ef maður kann að gera grunnuppskrift að muffins eða bollakökum (sem er basically það sama) þá er ótrúlega auðvelt að leika sér með gúmmelaðið sem maður getur bætt útí, og ef maður hittir á réttu blönduna þá getur maður búið til endalausa möguleika af einföldu kruðeríi sem er gott að grípa í með kaffinu. Grunnuppskriftin…

Enskar skonsur með súkkulaðibitum

Emilie’s á horni Hverfisgötu og Barónsstígs býður uppá líklegast besta úrval af enskum skonsum sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Hjá Emelie’s, sem er nb frönsk keðja, er hægt að fá allt að 6 tegundir af skonsum á hverjum morgni sem eru bakaðar í litla ofninum þeirra. Þetta er fullkominn göngutúr fyrir mig eftir morgunsund…

Leyniís fyrir partýljón

Okokok ekki segja neinum að þið hafið frétt þetta frá mér….eeen, ef þið fáið það daunting task að koma með eftirrétt í næsta matarboð, þá er ég með geggjað twist. Ég fann ótrúlegan, já ég sagði ÓTRÚLEGAN, Haagen Dazs ís í litlu Háskólabúðinni á Eggertsgötu, hef ekki séð þessa tegund annars staðar. Salted Caramel Cheesecake……

Hvíthyskis sörur sem þarf ekki að baka

Það hefur fylgt jólahefðinni hjá mér að gera hvíthyskissörur svona korter í jól. Ofur einfalt, ofsalega gott og þarf ekkert að baka eða vesenast. Svo meikar þetta allt sense. Saltið í kexinu og súkkulaðið, hnetusmjörið og kaffið og svo þetta allt saman. Svo er dásamlegt að toppa kökurnar með kökuskrauti í staðinn fyrir möndlur eða…

Ísbjarnakökur með lakkrís og hnetusmjörs M&M

Aaaah jólin! Uppáhalds árstíminn minn. Ég er fáránlega gamaldags og uppfullur af klysjukenndum rómantískum hugarmyndum af jólunum. Algjör jólaálfur 🙂 Heitt kakó með rjóma, dísætar smákökur, snjór og kúrt yfir kertaljósi fyrir framan jólamynd, get varla hugsað mér neitt betra. Í þessar kökur þarftu: 100 gr sykur 70gr púðursykur 125 gr bráðið smjör 1 egg…

Útilegu skyrkaka

Hér er komin ofur einföld skyrkaka í krukku. Hentar mjög vel í útileguna eða í lautarferð. Þú þarft: Stórt vanilluskyr frá KEA Hálfan lítra rjóma 1 pk Royal vanillubúðing 1 pk Oreo kex með tvöföldukremi 50 gr bráðið smjör Hindber Flórsykur Aðferð: Kexið og bráðið smjör er mulið í matvinnsluvél þar til það nær ásættanlegri…