Enskar skonsur með súkkulaðibitum

Emilie’s á horni Hverfisgötu og Barónsstígs býður uppá líklegast besta úrval af enskum skonsum sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Hjá Emelie’s, sem er nb frönsk keðja, er hægt að fá allt að 6 tegundir af skonsum á hverjum morgni sem eru bakaðar í litla ofninum þeirra. Þetta er fullkominn göngutúr fyrir mig eftir morgunsund í Sundhöllinni á leiðinni í vinnuna.

Hér er minn vinkill á skonsurnar.

Þú þarft:

  • 500gr hveiti
  • 3 egg
  • 75gr sykur
  • 30gr lyftiduft
  • 75gr bráðið smjör
  • 3dl rjómi
  • 2 tsk vanilludropar
  • 75gr súkkulaðidropar
  • 2tsk kanill

Öllu nema einu eggi er blandað saman í hrærivél og hnoðað þar til deigið er orðið þétt og með fallega áferð.

Þá er deigið flatt út í ca þumalþykkt og skorið út í ferninga, tígla eða bara það sem hentar ykkar. Engar áhyggjur af þykktinni, það er svo mikið lyftiduft í deiginu að þetta á eftir að rísa vel. Svo eru skonsurnar penslaðar með hrærðu eggi og svo má strá jafnvel kanilsykri yfir. Bakað í 15 mín við 200°C.

2019-02-02 12.02.01

Best með miklu smjöri og góðum osti…mmmm.

Skonsa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s