Súper einfalt Tabasco ostakex

2018-12-20 21.58.46

Ég vildi að ég gæti borðað ost í öll mál, góður vel reyktur cheddar eða baneitraður stilton með púrtvínslögg…nú eða bara lungamjúkur og rjómakenndur camenbert, breytir engu, ég elska þetta stöff!

Ég er fastagestur í Búrinu á Granda, þar fæst allt sem ostapervertar þurfa á að halda.

Ostakex er einhvers konar tilraun til yfirskins af minni hálfu með það að markmiði að draga úr kolvetnisinntöku….aumt, ég veit.

2018-12-20 23.06.23

En í þetta kex nota ég Tabasco og nóg af chilli, helst svo mikið að maður brenni kaloríum á meðan maður inbyrðir það.

Þú þarft:

  • 100 gr kalt smjör
  • 100gr hveiti
  • 50 gr rifinn Applewood cheddar
  • 50 gr rifinn parmesan
  • 2 tsk sinnepsduft
  • Chilli flögur
  • Ca 1 tsk Tabasco, ekki spara sósuna
  • 1 tsk reykt paprikuduft (sætt)
  • Salt
  • 1 egg
  • Sesamfræ

Svo má náttúrulega blanda því saman við sem maður vill. Ef þið leitið að ostakexi í leitarstrengnum á síðunni minni fáið þið pottþétt nokkrar variasjonir. Við þurfum að tala um þennan Applewood ost…hann er ROSALEGUR.

Aðferðin:

Allt nema egg og sesamfræin  er sett í matvinnsluvél og blitzað þar til úr verður falleg appelsínugul kúla, þá er hún vafin í matarfilmu og kæld í ca 30 mín í ísskáp.

Deigið er svo flatt út og kringlóttar kökur skornar út, stærð er val hvers og eins,  ég nota bara basic smákökujárn sem annars er notað fyrir piparkökugerð. Að lokum pensla ég hrærðu eggi á kökurnar og sáldra sesamfræjum yfir.2018-12-20 22.44.01

Athugið að þetta þarf allt að gerast frekar hratt þar sem deigið er basically bara smjör og ostur og verður að klessu mjög hratt. Svo er kexið bakað í ca 10-12 mínútur við 200°C.

2018-12-20 23.03.18

KExið er vel sterkt og bragðmikið og hentar vel með dökkum bjór, Vogaídýfu, meiri osti eða sýrðum rjóma. Geggjað!

2018-12-20 23.06.50

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s