Ég fór í smá roadtrip ásamt vinnufélögum mínum í hádeginu í dag. Áfangastaðurinn var bakarí sem átti að jafnvel skáka við Brauð&Co. Seljabraut….Seljabraut í efra Breiðholti…allt í lagi þá. Hverjum dettur eiginlega í hug að opna hipstera bakarí í efra Breiðholti?? Jú, teymið á bakvið hinn geggjaða Le Kock í Ármúla, staðurinn sem átti að…
Category: Töddi borðar
Veitingahúsapælingar
Ostaskólinn hjá Búrinu
Ég fékk boð frá Eirný í Búrinu um að kíkja í Ostaskólann hjá henni. Dagsetningin sem ég valdi innihélt kynningu á púrtvíni og dásemdar ostum. Ostaskólinn er ca 2 klst af fræðslu um osta og ostagerð og hvernig er best að para hvern ost með réttu víni. Maður fær að bragða á alls konar ostum,…
Minilik á Flúðum
Sólin skín, ég bruna ásamt föruneytinu inn Biskupstungurnar, það er glymrandi gott sing-a-long í gangi, allir í góðum fíling, við erum nefnilega á leiðinni á leynistað, hálfgerðan svindlstað. Í miðri eyðimörkinni rís bær er nefndur er Flúðir. Mikið hitasvæði þar sem gerðar eru rannsóknir á sjálfbærum orkuiðnaði og jarðvarma. Höfuðborg sveppanna á Íslandi. Miðpunktur sumarbústaðabyggðar…
Tómatsúpan í Friðheimum
Friðheimar er alveg ótrúlegur staður. Bær sem byggt hefur upp ferðaþjónustu og dregur til sín þúsundir gesta í hverjum mánuði. Friðheimar er risastórt gróðurhús sem ræktar aðallega tómata og agúrkur. Ástríðan fyrir vörunni er alls ráðandi í framsetningu og meðhöndlun. Matseðillinn er einfaldur og samanstendur af tómatsúpu, ravioli eða tortillu auk eftirrétta. Allir réttirnir innihalda…
Brunch í Þrastarlundi
Bloggarar og Þrastalundur, það er eitthvað. Allar þessar myndir á samfélagsmiðlum af fallegu fólki að hálfbrosa og stara útí tómið á annars fallegum veitingastað í Bláskógabyggð, þetta virkar. Ég var með löngun til að prófa brunchinn þeirra, matseðilinn er athyglisverður, fullt af öðruvísi pizzum og ég fíla það að þau séu að sérhæfa sig í…
Lúxusborgarinn á Hamborgarasmiðjunni
Ég hef heyrt marga róma Hamborgarasmiðjuna uppá síðkastið og það var því með miklum spenningi sem ég parkeraði við Grensásveginn og gekk pínu smeykur inn á fyrrum strippbúlluna hans herra Goldfinger. Á móti mér tók stemming sem ég ímynda mér að finnist einungis á dænerum í USA. Miðaldra kona tók á móti okkur og kallaði…
Ostaveisla á Pizza 67, Vestmannaeyjum
Það var ekki hjá því komist þegar ég skrapp til Eyja í fyrsta skiptið að koma við á Pizza 67. Af nostalgíu ákvað ég að fá mér uppáhaldið mitt í gamla daga, Ostaveislu. Pizza hlaðin mozzarella, gráðosti, gouda og parmesan. P67 brást ekki bogalistinn og framreiddi dásamlega böku sem færðu mig aftur til 1998 þegar…
Texas Mac and Cheese borgarinn á Roadhouse
Roadhouse er líklegast uppáhalds hamborgarastaðurinn minn í dag, þeir eru ófeimnir við að taka áhættu í borgaraframboði og það væri gaman að sjá þá taka útfærslu á hnetusmjörs og eplaborgaranum mínum https://toddibrasar.wordpress.com/2013/01/14/gott-f-lk-h-rna-er-hann-kominn-besti-hamborgari/ Ég lét vaða að þessu sinni í Texas Mac and Cheese, ótrúlega hugrökk blanda af ostasósu, pasta, bacon og bbq-sósu Borgarinn kom mér…
Roadhouse – T-model
Fór á Roadhouse í gær. Þetta er T-model borgarinn með bacon-i. Ljómandi gott stöff. Frönskurnar eru tvísteiktar, mjög gott í byrjun en verður þreytt til lengdar. Kjötið var fyrsta flokks og meðlætið ágætt. Ég hefði þó viljað sjá meira úrval af borgurum hjá þeim. Einkun: 8,0
Uno – Rustic borgari
Fór á UNO í hádeginu, fékk mér þennan rosalega borgara, hann var mjög sérstakur með mjög distínktivt reykbragð og ítalskan keim. Hérna er lýsingin af matseðlinum: „Rustic“ 140g Italian hamburger with cheese, tomato aioli, Prosciutto di Parma, romaine lettuce, mushrooms, red onion, chili and home-made ketchup. Served with chili-parmesan fries and tomato aioli. Einkunn: 9,0,…