Lúxusborgarinn á Hamborgarasmiðjunni

Image

Ég hef heyrt marga róma Hamborgarasmiðjuna uppá síðkastið og það var því með miklum spenningi sem ég parkeraði við Grensásveginn og gekk pínu smeykur inn á fyrrum strippbúlluna hans herra Goldfinger.

Á móti mér tók stemming sem ég ímynda mér að finnist einungis á dænerum í USA. Miðaldra kona tók á móti okkur og kallaði okkur strákana sína, elskurnar sínar osfrv, og tikkaði þar með í alla reiti staðalímyndarinnar af henni „Flo“ sem vinnur á dænernum.
Image
Matseðillinn var spennandi, fullt af öðruvísi útfærslum, ég pantaði mér Lúxusborgara með sæti kartöflu, mozzarella og sveppasósu.

Þetta er risastór staður með undarlegu veggskrauti og húsgögnum, látúnsvasar út um allt og gamlir sófar, samt eitthvað sjarmerandi við þetta.
Image
Borgararnir komu á temmilegum tíma og þjónustan var afbragð!

Borgarinn var óvæntur og skemmtilegt twist að hafa sæta kartöflu á honum, salatið sem fylgdi innihélt kínakál, mínus fyrir það, kokteilsósan var líka einhver svona diet-útgáfa, stór mínus en borgarinn var vel útilátinn og bragðgóður, stór plús

Einkunn: 8,0
Image
Ég á eftir að fara þarna aftur og prófa fleiri útfærslur, „Flo“ kvaddi svo með orðunum: „Takk fyrir okkur strákar mínir og góða helgi!“  kvalítet!

Ein athugasemd Bæta þinni við

  1. Thelma litla skrifar:

    Það er bara e-ð sjarmerandi við Smiðjuna, veit samt ekki hvað það er… Fyrir utan að borgararnir eru góðir og ég elska kokteilsósuna þeirra 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s