Pizza með döðlum, rjómaosti, chilli og valhnetum

Ég smakkaði alls konar pizzur á Ítalíu, misgóðar að sjálfsögðu. Gulli samstarfsmaður minn í Kjöt og fisk bjó um tíma í Bologna og ég heimsótti Bologna í ferðalaginu mínu, hann sagði mér að það væri í lögum á Ítalíu að ef staður vill kalla sig pizzeriu þá verður viðkomandi staður að hafa viðarofn, sem sagt,…

Tagliatelle með pistasíupestói og ristuðum möndlum

Ég er nýkominn heim úr þriggja vikna upplifunar og matarferð til Sikileyjar. Ég gisti á sveitabæjum, tjaldi í fjöllunum og borðaði rosa mikið af góðum mat, kynntist frábæru fólki og fékk að upplifa eldamennsku hjá heimafólki sem hafði raunverulega ástríðu fyrir matnum sínum, hreinleika og uppruna. Ferðina fór ég til að sækja mér innblástur, skipta…

Karamellu ,,blondies“

Flestir þekkja hugtakið um brownies, þessar mjúku, seigu súkkulaði koddakökur með ríku súkkulaðibragði sem getur sent mann til himna í einum munnbita. Blondies eru í raun bara brownies án súkkulaði og með miklu vanillubragði og yfirleitt hvítu súkkulaði, ég notaði Butterscotch karamelludropa frá Nestlé í þessa uppskrift (oohh elsku Kostur!) Til að hressa þetta svo…

Oreo- og Nizza ostakaka

Goðsagnirnar eru sannar! Ég frétti frá öðrum matgæðingi að hægt væri að búa til flauelsmjúka ostaköku úr Oreo og Nutella, ég hugsaði að þetta væri of gott til að vera satt og ákvað að prófa. Ég notaði hins vegar ekki original Nutella heldur nýtt heslihnetusúkkulaðismjör frá Nóa Sírius, Nizza. Þó mér finnist notkunin á Z-unni…

Veiðiferðar samlokur

Þeir sem þekkja mig best vita að ég er með skipulagsáráttu á háu stigi. Þegar maður skipar sér það hlutverk að sjá um samlokurnar fyrir veiðiferðirnar…þar sem ég er ekki mikill veiðikarl þá gefst frábært tækifæri til að skipuleggja og vesenast aðeins….brasa jafnvel. Fjórar tegundir af samlokum fyrir fjóra veiðimenn. 1. Rússneskt rúsínubrauð með skinkusalati….

BBQ- og rjóma kjúklingur með sveppum

Þessi réttur er upphaflega frá móður minni kominn, mig minnir að hún hafi fundið hann í Gestgjafanum á sínum tíma…góð saga Þröstur! Þetta er mega einfalt, bara rjómi, bbq-sósa, sveppir og kjúklingabringur, skellt í ofn í 50 mínútur við 200°c og voila! Ég blandaði saman Stubbs Sweet Heat sósu (fæst í Kosti) og venjulegri Hunt´s…

Red velvet kaka með hindberjum

Þetta á mjög líklega ekki heima hérna og ekkert sérstakt við undirbúning þessarar dásemdar, ekkert bacon, engin bbq-sósa og alls ekkert hnetusmjör. Lyftiduft og hveiti voru fjarverandi og allt vesen var geymt til síðari og nennumeiri tíma. Mig langaði hins vegar að prófa að gera red velvet köku og…ég skammast mín fyrir að segja þetta..fjárfesti…

Banana & Malteser muffins

Ég sveiflast fram og til baka með hvort það eigi að kalla þetta múffur, muffins, bollakökur eða hvaðeina, en eitt er víst, ég elska að gera tilraunir með brögð. Ég er lítið í því að gera krem á kökurnar en þetta er svona öðruvísi tvist. Þetta eru sumsé banana og malteser kökur bornar fram með…

Partý-pylsu-platti

Ég fer ekkert leynt með aðdáun mína á Pylsumeistaranum a.k.a. Kjötpól við Laugalæk. Það er eitthvað svo heimilislegt við það þegar slátrarinn eða afgreiðslufólkið stendur fyrir utan að reykja og fer svo inn til að afgreiða reyktar kjötvörur…sem bragðast eins og himnaríki. Þessar pylsur eru einmitt ættaðar þaðan, annars vegar epla og timian pylsur og…

BBQ & baconvafðar döðlur með hrískökukurli

Ómæómæómæómæ. Ég er stundum spurður: „Þröstur, þarf alltaf að vera einhver fyrirhöfn í matargerðinni hjá þér?“ Ég segi: JÁ! Mér leiðist endurtekningar og elska að gera eitthvað undarlegt og ögra bragðlaukunum, stundum gengur það upp en stundum ekki…þá póstar maður ekki bloggfærslu um það 🙂 Að þessu sinni gekk það hins vegar fullkomnlega upp, þetta…