Þessi réttur er upphaflega frá móður minni kominn, mig minnir að hún hafi fundið hann í Gestgjafanum á sínum tíma…góð saga Þröstur!
Þetta er mega einfalt, bara rjómi, bbq-sósa, sveppir og kjúklingabringur, skellt í ofn í 50 mínútur við 200°c og voila!
Ég blandaði saman Stubbs Sweet Heat sósu (fæst í Kosti) og venjulegri Hunt´s bbq-sósu. Stubbs sósurnar eru dásamlegar og þessi er sérstaklega góð með reykbragð og góðan brodd.
Rjóminn og sósan eru í ca 60/40 hlutföllum þeas rjómi 60%. Bringurnar eru skornar í sæmilega bita og snyrtar og sveppirnir skornir í sneiðar. Öllu blandað saman og smá bbq-sósa á toppinn.
Borið fram með baguette (frábært að dýfa í sósuna), maísbaunum, hrísgrjónum og einföldu salati með rauðlauk, konfekttómötum og chilli-hrískökukurli.
Mjög basic en ofsa gott…sósan er ávanabindandi!