Veiðiferðar samlokur

2014-07-12 12.49.10

Þeir sem þekkja mig best vita að ég er með skipulagsáráttu á háu stigi.

Þegar maður skipar sér það hlutverk að sjá um samlokurnar fyrir veiðiferðirnar…þar sem ég er ekki mikill veiðikarl þá gefst frábært tækifæri til að skipuleggja og vesenast aðeins….brasa jafnvel.

Fjórar tegundir af samlokum fyrir fjóra veiðimenn.

1. Rússneskt rúsínubrauð með skinkusalati.
Rússneska rúsínubrauðið frá Korninu er eitt af mínum uppáhalds, það er kanil keimur og bragðast unaðslega. Í skinkusalatið nota ég Hellmans majónes sem er kryddað með bbq-kryddi, hvítlaukspipar og svörtum pipar. Egg, reykt lúxusskinka frá Pylsumeistaranum og súrar gúrkur.
2014-07-12 13.23.43
2. Skinka ostur og félagar.
Venjulegt heilhveiti samlokubrauð með Sveppasmurosti, sætu sinnepi, salati, lauk, hunangsskinku, Sweet Heat bbq-sósu og Óðals-osti.
2014-07-12 13.35.30
3. PB-J
Mjööög basic og gott..og amerískt, crunchy hnetusmjör og berjasulta.
2014-07-12 13.45.00
4. Epli og Gullostur.
Eitt orð: Himneskt!
2014-07-12 13.54.05
Öllu pakkað kyrfilega inn og merkt að sjálfsögðu, samlokurnar eru skornar í þríhyrninga og snyrtimennskan í fyrirrúmi.

Megi veiðiferðin hefjast!
IMG_20140712_140057

PS. Ef maður þarf að geyma soðin egg í ísskápnum er sniðugt að merkja þau með dagsetningunni sem þau eru elduð…þá þarf maður aldrei að efast aftur…ALDREI…djók.

 

2014-07-12 13.28.27

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s