Þetta á mjög líklega ekki heima hérna og ekkert sérstakt við undirbúning þessarar dásemdar, ekkert bacon, engin bbq-sósa og alls ekkert hnetusmjör.
Lyftiduft og hveiti voru fjarverandi og allt vesen var geymt til síðari og nennumeiri tíma.
Mig langaði hins vegar að prófa að gera red velvet köku og…ég skammast mín fyrir að segja þetta..fjárfesti í Betty Crocker mixi og tilbúnu kremi..fylgdi leiðbeiningunum í einu og öllu..sem reyndist mér erfitt en bætti við smá vanilludropum.
Hindberin eru hlussustór og alamerísk og fengust fyrir pund af gulli í Kosti.
En mikið ofboðslega svakalega er kakan góð…ég er ekki kökukarl en þessi er ljómandi.