Banana & Malteser muffins

Image

Ég sveiflast fram og til baka með hvort það eigi að kalla þetta múffur, muffins, bollakökur eða hvaðeina, en eitt er víst, ég elska að gera tilraunir með brögð. Ég er lítið í því að gera krem á kökurnar en þetta er svona öðruvísi tvist.

Þetta eru sumsé banana og malteser kökur bornar fram með jarðaberjaís, heitri súkkulaðisósu og malteser kurli.

Uppskrift að kökum:
300 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
Smá salt
200 gr sykur
125 gr smjör
3 egg
2 bananar
80gr poki af Malteser
100gr suðusúkkulaði
4 msk súkkulaðimjólk
2 tsk/slettur af vanilludropum

Aðferð:
Sykur og smjör er þeytt vel saman, eggjunum bætt útí einu af öðru og hrært jafnt og þétt á meðan, droparnir og mjólkin þar á eftir þá eru bananarnir, kúlunum og súkkulaðinu bætt útí, kúlurnar eru aðeins muldar, ekki mikið og súkkulaðið er líka í grófum bitum, þurrefnunum samanblönduðum bætt útí og hrært rólega í gott deig.
Bakað í ca 20 mín í stífum formum (annars verða þetta algjörar klessur).

Bragðast ágætlega með sterku kaffi einar og sér en enn betur sem hluti af svona ísmúnderingu. Gamli jarðarberja ísinn úr ísbúðinni við Laugalæk fer fullkomnalega við þetta, þar er líka hægt að fá sósuna og alls kyns kurl.

Ekta sunnudags.

Image

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s