2014-06-07 20.09.57 2014-06-07 20.15.58

Ég fer ekkert leynt með aðdáun mína á Pylsumeistaranum a.k.a. Kjötpól við Laugalæk. Það er eitthvað svo heimilislegt við það þegar slátrarinn eða afgreiðslufólkið stendur fyrir utan að reykja og fer svo inn til að afgreiða reyktar kjötvörur…sem bragðast eins og himnaríki.

Þessar pylsur eru einmitt ættaðar þaðan, annars vegar epla og timian pylsur og svo frankfurter með sólþurrkuðum tómötum og sveppum.

Brauðið er súrdeigsbrauð frá Sandholti sem fæst í Frú Laugu. Pylsurnar eru grillaðar og brauðið með smá ólivuolíu líka.

Ég er svo algjör sökker fyrir góðri kartöflumús og eitt af mörgum blætum mínum er pakkamús, djúsuð með smjöri, sykri og múskati.

Svo er þarna hrásalat, bbq-sósa, sætt sinnep og tómatsósa ofan á músina…nóg til að deila.