Ómæómæómæómæ.
Ég er stundum spurður: „Þröstur, þarf alltaf að vera einhver fyrirhöfn í matargerðinni hjá þér?“
Ég segi: JÁ!
Mér leiðist endurtekningar og elska að gera eitthvað undarlegt og ögra bragðlaukunum, stundum gengur það upp en stundum ekki…þá póstar maður ekki bloggfærslu um það 🙂
Að þessu sinni gekk það hins vegar fullkomnlega upp, þetta eru beikonvafðar döðlur, sem er kannski ekki svo exótískt þannig að ég fór aðeins út fyrir boxið og smurði þær með smokey barbecue sósu og hjúpaði með muldum chilli rískökum, bakaði í ca 15 mín í ofni og nú vísa ég í fyrstu línu þessarar færslu…ómæ indeed!
Ofboðslega bragðgott og crunchy og rískökurnar gefa extra kick.
Dásamlegt sem hliðardiskur eða snarl.