Fermingartímabilið er runnið upp með öllum sínum kransakökum, brauðtertum marsípanrjómaklessum o.s.fr.v. Raunveruleg stjarna allra fremingarveislna er að mínu mati hins vegar heiti skinkubrauðrétturinn. Með nóg af mjúkum aspas, tonni af osti og kruðeríi. Fullkomið í minningunni þegar maður skreið skeeelþunnur í fermingarveislu hjá fjarskyldum unglingi sem maður hafði aldrei átt í samskiptum við. Þetta er…
Tag: #pylsumeistarinn
Hálfmána…kassi
Ég sá á Twitter um daginn (btw ég er @spekoppur) umræður um calzone eða hálfmána, ég fékk svakalegt kreiving í að gera gúrmei hálfmána, ég veit að yfirleitt er þetta bara skinka og sveppir en þú veist, stundum þarf maður aðeins.. Ég fór í Pylsumeistarann við Laugalæk, sem er einn af föstum punktum í tilveru…
Partý-pylsu-platti
Ég fer ekkert leynt með aðdáun mína á Pylsumeistaranum a.k.a. Kjötpól við Laugalæk. Það er eitthvað svo heimilislegt við það þegar slátrarinn eða afgreiðslufólkið stendur fyrir utan að reykja og fer svo inn til að afgreiða reyktar kjötvörur…sem bragðast eins og himnaríki. Þessar pylsur eru einmitt ættaðar þaðan, annars vegar epla og timian pylsur og…
Valhnetubrauð með Kraká-skinku
Hér höfum við valhnetubrauð úr Korninu smurt með kampavínssinnepi frá Stonewall (fæst í Hagkaup), camenbert, Kraká skinka með svörtum pipar frá Pylsumeistaranum og súrar smágúrkur. Gott snarl. Í Laugarneshverfinu eru margar perlur. Meðal annars Pylsumeistarinn sem ég hef fjallað um áður hér á síðunni, þar er hægt að fá bacon skorið eftir þykktum að eigin…
Eðalpylsur
Pylsumeistarinn við Laugalæk…krakkar, kíkið á þetta kaffi! http://pylsumeistarinn.is/ Þetta er Frankfurter pylsa með sólþurrkuðum tómötum og svo eplapylsa sem var sérstaklega góð. Meðlætið er lauksulta, gróft sinnep, steiktur laukur, bbq-sósa, ostur og brauð. Fljótlegt og gott.
Austur evrópsk opin samloka
Pylsumeistarinn (Kjötpól) er frábær búð við Laugalæk, ég fer iðulega þangað og versla hnausþykkt bacon, gúrmei skinku og alls konar pylsur. Ég henti í þessa samloku til að verðlauna mig fyrir grimma æfingu í morgun. Brauðið fæst í Korninu og heitir rússneskt rúsínubrauð og er fáránlega gott, með rúsínum og kanilkeim. Ristaði það örlítið, svo…