Pylsumeistarinn (Kjötpól) er frábær búð við Laugalæk, ég fer iðulega þangað og versla hnausþykkt bacon, gúrmei skinku og alls konar pylsur.
Ég henti í þessa samloku til að verðlauna mig fyrir grimma æfingu í morgun. Brauðið fæst í Korninu og heitir rússneskt rúsínubrauð og er fáránlega gott, með rúsínum og kanilkeim. Ristaði það örlítið, svo kemur lauksulta, því næst reykt skinka, skinkusalat, súrar gúrkur og á toppinn heimagerð hunangs sinnepssósa, í hana nota ég Hellmans majó, sterkt sinnep, raspaðann hvítlauk, hunang, sítrónusafa, salt&pipar.
Obbosins loka.