Grenjandi rigning og brjálað rok. Ekki séns að ég nennti út. Þess vegna réðst ég á skápana, setti eina kjúklingabringu í grillið ásamt smá baconi, kryddað með hvítlauk og CajunBBQ. Núðlusupu riggað upp og kúskús dregið fram. Þegar allt var klárt var allt sett saman í wok-pönnu og steikt með Thai peanut & coconut sósu. Sesamfræ og bacon á toppinn. Ljómandi bixie matur.