Þessi færsla er tileinkuð Heru Sig (mysistafromanothamista), hún gerði svipaðan rétt í einu áramótapartýinu. Súper einfalt en ofboðslega gott. Hér er mitt tilbrigði:
Í réttinn notaði ég:
Gamaldagsís úr ísbúð
Hindberjaostaköku
Vel þroskaðann banana
Hindber
Flórsykur
2 Pippplötur
Hálfan pela rjóma
Súkkulaðið og rjóminn er sett í pott og látið sjóða saman í sósu. Ostakökunni og ísnum er dömpað í skál og öllu jukkinu hrært gróft saman. Sett í huggulega skál, bananar og hindber á toppinn og sigtaður flórsykur yfir. Ísinn og ostakakan tala saman og bananinn gerir gott mót, piparmyntubragðið slefar svo yfir allt jukkið. Gúrmei stöff. Serverist með rótsterkum rudda…kaffi that is.