Kúrekakjúklingur með bönunum, hnetum og bacon

Það er eitthvað svo stórkostlegt við það að henda einhverju jukki í fat, inn í ofn og vera svo með tilbúna máltíð. Ég vil trúa því að kúrekarnir í Ameríku hafi eldað allt nákvæmlega svona, allt í einn pott, yfir eld og málið dautt. Ég er algjör sökker fyrir bönunum í matseld og með baconblæti á háu stigi.

Þessi réttur er mjög einfaldur, í hann þarf:

Rjóma

Sweet chilli sósu

Kjúklingabringur

Banana

Salthnetur

Ferskt chilli

Bacon

Image

Allt nema baconið er sett í fat, rjóminn og chillisósan eru hrærð saman og öllu jukkinu hrært duglega saman. Nokkrar salthnetur og smátt saxað chilli á toppinn, allt í ofn í 1 klst.

Baconið er steikt þar til það er stökkt og því er síðan sáldrað yfir síðustu 10 mínúturnar.

Image

Þetta er síðan serverað með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði, sósan á að vera frekar þunn og það er kjörið að dýfa brauðinu í fyrir sísvanga.

Image

2 athugasemdir Bæta þinni við

  1. J. Hildur skrifar:

    Jammí!

  2. Hanna skrifar:

    Mmmmm. Rosalega girnilegt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s