Rabarbarasulta með kanilkeim og vanillusnúning

Svakalega er ég ánægður með að það vaxi trylltur rabarbari í garðinum hjá mér, þar vaxa reyndar líka jarðaber, gulrætur, kartöflur og alls konar. Ég  henti í þessa fínu rabarbarasultu í kvöld:

700gr sykur
2 dl dökkt agave sýróp
2 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
1 vanillustöng

Rabarbarinn hreinsaður vel og skorinn í litla jafna bita. Allt sett í pott og látið malla á jöfnum hita í rúma klst eða þangað til sultan er orðin þétt og góð. Reglan er að ef að sleifin stendur sjálf í miðjum pottinum þá er hún klár.

Síðan er þetta sett heitt í sótthreinsaðar krukkur, mínar eru þvegnar úr blönduðu viskíi og lokið sett á. Þá innsiglast lokið sjálfkrafa.

Toppstöff

ImageImage

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s