Hálfmána…kassi

2015-04-18 19.41.23

Ég sá á Twitter um daginn (btw ég er @spekoppur) umræður um calzone eða hálfmána, ég fékk svakalegt kreiving í að gera gúrmei hálfmána, ég veit að yfirleitt er þetta bara skinka og sveppir en þú veist, stundum þarf maður aðeins..

Ég fór í Pylsumeistarann við Laugalæk, sem er einn af föstum punktum í tilveru minni á laugardagsmorgnum, ég keypti þetta venjulega, 6 sneiðar af skinku og svo ætlaði ég að velja eitthvað fínt pepperoni eða pylsu.
Það er ansi mikið úrval hjá þeim en ég endaði á pylsu sem heitir Kulen og inniheldur svínakjöt og reykta papriku. Ég setti síðan rauðlauk í hálfmánann og svo fann ég dásamlegan reyktan cheddar ost í Krónunni í Nóatúni frá Wyke Farms, uppáhalds cheddar osturinn minn er reyndar Applewood ostur sem fæst í ostaborðinu í Hagkaup, en þessi er næstum jafn góður og hann er tvöfalt ódýrari.
2015-04-18 11.40.062015-04-18 18.59.35
Ég ætla ekki að reyna ljúga því að ég hafi gert botninn sjálfur, þetta er basic upprúllaður ferkantaður danskur botn en hann þjónar sínum tilgangi.

Þetta er mjög einfalt, sósa og rifinn ostur er settur á hvorn helminginn en ekki útí kantana, svo er áleggið sett inn, helmingurinn lagður ofan á og þéttað saman svo það leki ekkert út. Ólívuolíu drislað yfir og sesamfræ, rósmarín stönglar ef maður vill vera fancy.
2015-04-18 18.55.512015-04-18 19.05.23
Bakað í 30 mín við 200°C og grófu salti stráð yfir þegar þetta er tilbúið.

Ég verð að játa að ég hefði mátt setja meiri ost, þegur þú heldur þú sért kominn með of mikinn ost….settu þá meira.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s