Hér höfum við valhnetubrauð úr Korninu smurt með kampavínssinnepi frá Stonewall (fæst í Hagkaup), camenbert, Kraká skinka með svörtum pipar frá Pylsumeistaranum og súrar smágúrkur.
Gott snarl.
Í Laugarneshverfinu eru margar perlur.
Meðal annars Pylsumeistarinn sem ég hef fjallað um áður hér á síðunni, þar er hægt að fá bacon skorið eftir þykktum að eigin vali.
Bakaríið Kornið selur svo dásamlegt rússneskt rúsínubrauð. Frú Lauga er á sínum stað hinum megin við götuna sem og Ísbúðin við Laugalæk sem er einnig með sínar eigin pylsur, Tröllapylsur.