Baconvafðar kartöflur með gummsi

Image

Ótrúlega tímafrekur en einfaldur réttur sem hægt er að nýta sem aðalrétt eða meðlæti til dæmis með grillmat.

Bökunarkartöflurnar sem ég notaði voru ekki alveg nógu góðar, erlendar og allt of mjölmiklar, ekkert kvalítet-Þykkvabæjar-stöff.

Innihald (fyrir 2)
4 Bökunarkartöflur
Slatti af bacon
BBQ sósa
Hálfur rauðlaukur
Hálfur pakki af rjómaosti með pipar
1 dl mjólk
50 gr smjör
Parmesan eða cheddar

Maður byrjar á því að baka kartöflurnar í ca 60-90 mínútur eða þar til þær eru gegnbakaðar. Hluti af baconinu er smurður með BBQ-sósunni og steikt þar til vel crispy.
Það er svo bútað niður og sett í fat. Rauðlaukur er skorinn smátt og settur í fatið sem og restin (nema osturinn) af innihaldinu.

Þegar kartöflurnar eru bakaðar í gegn er skorið í þær og gumsið skafið innan úr og sett í fatið, þetta er síðan mixað vel saman.

Síðan er gumsið sett aftur í hýðið, bacon vafið utan um kartöfluna og ostur yfir, sett í ofnin aftur í ca 10 mín á 200°c. Auðvitað er líka hægt að sleppa því að vefja bacon utan um og setja þá bara meira af osti.

Ég bar þetta síðan fram með maísbaunum, reyktri BBQ-sósu og sýrðum rjóma.

Image

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s