Ommeletta með basil og tómötum

Image

Ommelettur eru stórkostlegur matur. Maður getur sett það sem hugurinn girnist útí eggjahræru og steikt á pönnu og voila!

Í þessa hræru notaði ég:
4 egg
Mjólkuslettu
ca 50 gr brætt smjör
Parmesan og basil salt frá Vahle
Hvítlaukspipar
Þurrkað chilli
Reykt paprikuduft
Sesam fræ

Þetta er þeytt vel saman þar til blandan er vel fluffy. Sett á pönnu og gúmmelaðið sett öðru megin á pönnuna.

Gúmmelaðið:
Konfektómatar
Ferskt basil
Rauðlaukur
Hvítlaukur
Parmesan

Þegar eggjakakan er að stífna upp fletti ég öðrum helmingnum ofan á hinn og set lok yfir þar til bakað í gegn. Ríf svo parmesan yfir.

Borið fram með baguette, hunangs-Dijon og sýrðum rjóma….og bjór.

Gúrmei stöff!

IMG_20130827_174609

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s