Ég hef áður gert banananabrauð hérna á síðunni en ég sá hjá Nigellu nýja útfærslu og setti mitt tvist á það.
Bananabrauð með súkkulaðibitum.
Eina vesenið mitt var að ég á ekki almennilega eldhúsvigt og þess vegna eru mælieiningarnar dáldið slumpaðar.
2 bananar (vel þroskaðir)
2 egg
2 dl sykur
3 dl hveiti
1 tsk vanilludropar
1 tsk salt
1 msk banoffee kakó (má nota hvernig sem er)
0,5 tsk matarsódi
Ca 50 gr suðusúkkulaðidropar
Eggin og sykurinn eru þeytt vel saman, þá vanilludropar og stappaðir bananar. Síðan er þurrefnunum sallað útí smátt og smátt og hrært rólega og ekki of mikið (þá verður brauðið seigt).
Þetta er síðan sett í smurt form og bakað við 180°c í ca klukkutíma, borið fram hlýtt og með miklu smjöri og osti, og helst rótsterku kaffi….mmm.
Þetta fór alla vega vel í gestina mína og er svona aðeins annar vinkill á gamla bananabrauðið.