Baconfestivalið nálgast og því fannst mér tilvalið að gera þessu eðalmeti hátt undir höfði.
Ég skellti þess vegna í baconpopp, ég er mikill poppmaður og á mína leyniuppskrift sem ekki verður gefin upp að sinni.
En baconpoppið er annað mál. Maður byrjar á því að steikja slatta af baconsneiðum í popppottinum og passar að fitan leki vel af.
Síðan er baconið þerrað á pappír, kornolíu bætt í pottinn og gott að setja tvær baunir í, þegar þær springa er olían tilbúin í restina.
Baununum er svo hellt í og passa að hylja botninn, síðan stráir maður smá bíósalti yfir óútsprungnar baunirnar. MEðan þetta er að gerjast er mikilvægt að hrista öðru hverju í pottinum svo allar baunirnar blómstri.
Þegar síðustu baunirnar eru sprungar er þessu hellt í fallegt fat og saltað að vild. Baconið er svo mulið yfir.
Þetta er svona dýrari týpan.
Baconfestivalið fer fram á SKólavörðustíg næsta laugardag (7. sept) milli kl 14 og 17.
Prófa þetta kannski í kvöld 😉