Internetið sagði mér í gær að þetta væri það heitasta í eftiréttatísku alheimsins..svo að ég ákvað að prófa.
Ostakökukremi er sprautað inn í risastór jarðaber og svo setti ég muldar makkarónur ofan á, og þetta var alveg svakalegt!
Þetta er rosalega einfalt, maður byrjar á að skera toppinn og innan úr stórum jarðaberjum, síðan býr maður til kremið í það nota ég:
Mjúkan rjómaost
Flórsykur
Vanilludropa
Ég mældi þetta ekkert bara mixaði vel saman þar til ég var kominn með rétta bragðið, síðan er þessu sprautað eða sett með þar til gerðu áhaldi inn í berið. Síðan sáldrar maður muldum makkarónum yfir, lætur standa aðeins í ísskáp til að stífna og voila!
ÞEtta er rosalegt, berin sjúga í sig sykurinn og það kemur svona ekta nammi-jarðaberjabragð, einfalt og fljótlegt partýtrix!