Heitur skinkubrauðréttur

Fermingartímabilið er runnið upp með öllum sínum kransakökum, brauðtertum marsípanrjómaklessum o.s.fr.v.

2018-03-17 19.26.07

Raunveruleg stjarna allra fremingarveislna er að mínu mati hins vegar heiti skinkubrauðrétturinn. Með nóg af mjúkum aspas, tonni af osti og kruðeríi. Fullkomið í minningunni þegar maður skreið skeeelþunnur í fermingarveislu hjá fjarskyldum unglingi sem maður hafði aldrei átt í samskiptum við.

Þetta er einfaldara en mann grunar, í mína útgáfu þarftu:

  • Fransbrauð
  • Hálfan líter rjóma
  • 1 Villisveppaost
  • 4 hvítlauksrif (maukað)
  • 1 box sveppi
  • 8 sneiðar af gæða skinku
  • 1 Rauða papriku
  • 1 dós maísbaunir
  • 1 krukka heill aspas (helst Green Giant, það er best)
  • Reykta papriku
  • Salt og pipar
  • Gratínostur
  • Sriracha Mayo
  • Súrkál eða kimchi

Súrkálið og Sriracha-mayoið er algjörlega auka og má alveg sleppa en mér finnst það gefa þessu alveg nýtt twist.

Maður byrjar á að skera skorpuna af brauðinu og skera það í teninga og raða í eldfast mót, ég geri alltaf tvö í einu, svo maður eigi eitt til vara…og smá afganga.

2018-03-17 19.37.40

Ég helli svo smá aspas safa yfir brauðið..bara af því bara.

Svo steiki ég sveppi, skinku, papriku og aspas í smástund á pönnu, salt og pipar eins og hver og einn kýs og reykta papriku…ég elska reykta papriku.smokedpaprika

Ég kaupi yfirleitt lúxusskinku hjá Pylsumeistaranum á Laugalæk, hún er algjör yfirburðarskinka.

Svo malla ég saman Villisveppaost og rjóma á lágum hita.

Skinkugumsið fer svo ofan á brauðið nokkuð jafnt, maís þar yfir og svo ostasósan og svo gratínosturinn.

Þetta fer svo í ofn í ca. 20-25 mín á 200°C og þá skreyti ég með Sriracha Mayo, sem er gott með næstum öllu, í Muay Thai á Hlemmi fást ca. 3000 tegundir af þessu, algjört himnaríki.2018-03-17 19.26.29

2018-03-18 13.15.28

Ég servera þetta með Súrkáli með eplum og rúsínum, geggjað dæmi sem fæst hjá Frú Laugu á Laugalæk og einnig í Rabbarbarnum á Hlemmi mathöll.2018-03-18 12.54.31

Þetta er svo dásamlega kitsch og vekur upp góðar minningar. Heitur skinkubrauðréttur og ískalt kók, ómæ…ómæ.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s