Beikon og gráðaostabaka

Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þessa böku…annað en að hún er STÓRKOSTLEG.

Þú þarft:

  • 2 plötur smjördeig
  • 2 egg
  • Hálft box af rifnum gráðaosti
  • Ca 200gr beikon
  • BBQ-sósa (má sleppa)
  • Rauðlaukssulta
  • Salt og pipar
  • Hálft granatepli

Aðferð:

Smjördeigið er flatt út og hæfileg baka búin til, brett uppá kantana o.s.fr.v. Eggin eru hrærð saman með salt og pipar og hellt útá bökuna. Gráðaostur fer svo yfir eggjahræruna.

Á þessum tímapunkti er ég yfirleitt búinn að elda beikonið. Það geri ég með því að leggja það á bökunarplötu, smyrja það með góðri BBQ-sósu, að þessu sinni notaði ég Smokin’ Jones hvítlauks BBQ-sósu sem fæst í Nettó, síðan baka ég beikonið í 15 mín á 180°C.

Beikonið er svo klippt niður í hæfilega bita og sett í bökuna, svo fer rauðlaukssultan yfir og allt inn í ofn í 20 mín við 200°C.

Beikon

Þegar bakan kemur úr ofninum myl ég meiri gráðaost yfir auk þess sem ég set fræ úr hálfu granatepli. Basically þá er þetta svona:

Beikonbaka

Það er frábært að skera bökuna í litla bita og bera fram í veislu eða sem forrétt með ísköldu prosecco.

2017-12-29 20.26.24

2017-12-29 19.48.58

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s