Beikon og gráðaostabaka

Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þessa böku…annað en að hún er STÓRKOSTLEG. Þú þarft: 2 plötur smjördeig 2 egg Hálft box af rifnum gráðaosti Ca 200gr beikon BBQ-sósa (má sleppa) Rauðlaukssulta Salt og pipar Hálft granatepli Aðferð: Smjördeigið er flatt út og hæfileg baka búin til, brett uppá kantana o.s.fr.v. Eggin…

Bláeðla (insert kjánahrollur)

Það fer óstjórnlega í taugarnar á mér að heit nachos ídýfa skuli kölluð eðla…ég meina COME ON! Næstum jafn slæmt og þegar fólk, jafnvel fólk sem ég ber mikla virðingu fyrir kallar föstudag, fössara…algjörlega hræðilegt…ok kannski ekki jafn slæmt og fössari en næstum því. Alla vega, ég elska heita nachos ídýfu, þið vitið, þessi hefðbundna…

Louisiana kjúklingastrimlar með gráðaostasósu

Setjum okkur í stellingar, það er föstudagur og klukkan er alveg að verða 18, þú ert búin/n að kíkja í drykk með vinnufélögunum og ykkur er farið að hungra í eitthvað kruðerí, þið dettið inn á Vegamót og pantið ykkur Louisiana kjúklingastrimlana, líf ykkar mun aldrei verða samt aftur. Það er eitthvað við samspil heitu…

Beikonvafðar döðlur með gráðaosti

Það ætti að vera lesendum ljóst að beikon er mjög ofarlega í fæðupýramídanum mínum. Beikonvafðar döðlur eru það einnig og hef ég skrifað nokkrar færslur um þær. Hér er til dæmis hægt að finna alls konar skemmtilegar útfærslur sem ég gerði fyrir viðtal í Bændablaðinu 2014, allt mjög eðlilegt við það að vera í viðtali…