Beikonvafðar döðlur með gráðaosti

2016-05-14 15.23.30

Það ætti að vera lesendum ljóst að beikon er mjög ofarlega í fæðupýramídanum mínum. Beikonvafðar döðlur eru það einnig og hef ég skrifað nokkrar færslur um þær. Hér er til dæmis hægt að finna alls konar skemmtilegar útfærslur sem ég gerði fyrir viðtal í Bændablaðinu 2014, allt mjög eðlilegt við það að vera í viðtali við það ágæta blað: https://toddibrasar.com/2014/08/07/fylltar-beikondodlur/

Hér má svo lesa viðtalið sjálft: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=385800&pageId=6526269&lang=is&q=%DEr%F6stur%20Sigur%F0sson

Fyrir Eurovisionveisluna í ár gerði ég tvær útfærslur, annars vegar hefðbundnar döðlur, vafðar í beikon, smurðar með maple-barbecue-sósu og með sesamfræjum, og svo þær sem ég ætla að sýna ykkur hér.

Þetta eru nefnilega beikonvafðar döðlur sem eru fylltar með gráðaosti. Þetta er svo einfalt en svo ljúfengt að það þetta er næstum þvi eins og að vera með svindlspil upp í erminni þegar kemur að smáréttum í veislur.

Ég kaupi bara ferskar döðlur, opna þær og fjarlægi steininn, set gráðaostbita í staðinn og loka, vef í beikon og set í ofn í 20 mínútur, flóknara er það nú ekki. Það er líka rosa gott að setja svartan pipar yfir beikonið, gefur extra kikk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s