Döðlumauk með valhnetum og chilli

Það er ótrúlega einfalt að búa til döðlumauk og það er frábært í alls konar matseld. Döðlumauk passar frábærlega með góðum hummus á skonsur (sem eru ekkert annað en glorified amerískar pönnukökur). Svo er hægt að nota döðlumaukið á hamborgara, samlokur, eða bara út á salatið. Þú þarft: Ca 200 gr ferskar döðlur Ca 200ml…

Hnetusmjörsfylltar döðlur, vafðar í beikon með BBQ-sósu

Hér er smá twist á hefðbundinn tapas rétt sem allir ættu að þekkja. Djöfullinn á hestbaki snýr aftur…og nú er hann fylltur með hnetusmjöri. Gróft hnetusmjör er best en ég átti Reese’s Creamy hnetusmjör og ég verð að segja að það virkar algjörlega. Ég smurði svo beikonið með smokey BBQ-sósu og bakaði í 15 mínútur…

Beikon & döðlur – ástarsaga

Ferskar döðlur og krispí beikon, smárréttur sem allir þekkja og er á boðstólnum í flestum kokteilboðum í dag…og ég eeeelska það. Það er eitthvað við blönduna sem kveikir í bragðlaukunum, örlítið brennt beikon með sitt bitra bragð tónar svo vel við sætuna úr döðlunum, sérstaklega þegar maður notar ferskar döðlur. Fer gríðarlega vel með léttum…

Pizza með kartöflum, mascarpone, döðlum, valhnetum og klettasalati.

Þegar ég var á Sikiley sumarið 2016 tók ég eftir því að það var boðið uppá kartöflupizzur á flestum pizzerium, þá var yfirleitt ekki tómatsósa, þetta snerist sem sagt um legasíu, þegar tómata uppskeran var rýr eða kuldatíð þá notuðu Sikileyingarnir kartöflur í staðinn. Mér til mikillar furðu þá var þetta bara nokkuð gott, yfirleitt…

Penne pasta með beikoni, valhnetupestó og döðlum

Ég er voða hrifinn af Jamie Oliver vörunum og hef skrifað töluvert um þær. Pastað frá honum er yfirleitt aðeins grófara en gengur og gerist þ.e.a.s. áferðin er önnur en á venjulegu pasta og drekkur þar af leiðandi í sig meiri sósu eða bragð. Vörurnar fást í Krónunni og Hagkaup líka að ég held, annars…

Arancini með pistasíum, döðlum og parmesan

Arancini eru djúpsteiktar hríssgrjónakúlur sem eru yfirleitt fylltar með einhverju góðgæti. Þegar ég var á Sikiley fyrr í sumar var þetta á boðstólnum út um allt og ég var ekki beint að kveikja á því hvað í ósköpunum væri að gerast þarna. Stundum fékk maður Arancini með osti, með kjötfyllingu, tómatmauki o.s.fr.v. Það er talið…

Sriracha beikondöðlur

Ég hélt smá menningarkaffiboð á Menningarnótt. Ég elska að halda svona boð því þá fær maður tækifæri til að bjóða uppá alls konar smárétti, prófa sig áfram, sjá hvað virkar, hitta fullt af fólki og ekkert sitjandi borðhalds vesen. Ég er mjög hrifinn af Stubb’s BBQ-sósunum sem fást núna út um allt. Fyrir þremur árum…

Fylltar kartöflubombur með gráðaosti, döðlum og beikoni.

Gráðaostur og döðlur eru svaðalegt combo sem gengur upp…alltaf. Ég hef áður gert kartöflubombur, eiginlega fyrir löngu síðan, í árdaga þessarar síðu, fyrir næstum fjórum árum síðan, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt: https://toddibrasar.com/2012/09/29/kart-flubombur/ Þar sem ég komst yfir glænýjar fallegar Þykkvabæjar kartöflur ákvað ég að henda aftur í kartöflubombur. Það sem þú þarft er: 4…

Beikonvafðar döðlur með gráðaosti

Það ætti að vera lesendum ljóst að beikon er mjög ofarlega í fæðupýramídanum mínum. Beikonvafðar döðlur eru það einnig og hef ég skrifað nokkrar færslur um þær. Hér er til dæmis hægt að finna alls konar skemmtilegar útfærslur sem ég gerði fyrir viðtal í Bændablaðinu 2014, allt mjög eðlilegt við það að vera í viðtali…