Penne pasta með beikoni, valhnetupestó og döðlum

2016-09-13-19-10-54

Ég er voða hrifinn af Jamie Oliver vörunum og hef skrifað töluvert um þær. Pastað frá honum er yfirleitt aðeins grófara en gengur og gerist þ.e.a.s. áferðin er önnur en á venjulegu pasta og drekkur þar af leiðandi í sig meiri sósu eða bragð. Vörurnar fást í Krónunni og Hagkaup líka að ég held, annars er mér alveg sama hvaðan gott kemur.

Pestóin frá honum eru líka mjög góð og ég er sérstaklega hrifinn af valhnetu og chilli pestóinu.

Í þetta einfalda pasta notaði ég:

250gr beikon

Lime bbq olíu

1 rauðlauk

6 ferskar döðlur

1 dós valhnetu og chillipestó

hálfur poki penne pasta

Beikonið smurði ég með Lime bbq olíunni og bakaði við 200°C í 25 mínútur (þar til það var orðið vel stökkt) og þerraði, klippti svo niður í bita.

2016-09-13-19-18-50

Sauð pastað í vatni með salti og olíu og hellti svo af. Setti svo pestóið saman við, beikonið og gróft saxaðar döðlur og rauðlauk. Smá parmesan yfir og maður er í himnaríki.

giphy

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s