Dyggur lesandi sendi mér Snapchat um daginn þar sem viðkomandi var staddur í boði að snæða maísbaunir í tempuradeigi, þetta fangaði athygli mína. Þetta er svo fullkomnlega steikt blanda, hverjum dettur svona í hug?? Ég ákvað að sjálfsögðu að prófa, tempura er mikið notað í asískri matargerð, mjög mikið í sushi. Því fannst mér tilvalið að bjóða uppá maísbaunir í tempura samhliða nautafile í teryiaki marineringu.
Garlic teryiaki marineringin frá Stonewall er frábær að mínu mati, hún fæst í Hagkaup, Kjöt og fisk og fleiri stöðum, ég lagði nautafile-ið í marineringuna ásamt haug af sesam-fræjum, stakk aðeins í kjötið með mjög beittum hníf til að opna það og lét liggja þannig í 2 klst. Steikti svo á pönnu með smjöri og setti í eldfast mót ásamt öllu pönnugumsinu og bakaði við 150°C þar til kjarnhitinn fór í 52°C, þá lét ég það hvíla í 20 mínútur og skar svo í þunnar sneiðar.
Tempura deigblönduna keypti ég í Vietnam market á Suðurlandsbraut, sú búð er algjört ævintýri, ég elska að týnast í sósuhillunum eða skoða undarlegu ávextina þeirra, það er alltaf hægt að finna eitthvað spennandi hjá þeim. Ég hrærði duftið útí vatn og svo fóru nokkrar baunir saman í einu í deigið og ofan í sjóðheita sólblómaolíu þar til deigið var orðið stökkt. Þá saltaði ég og setti mulið chilli yfir. Ofan á baunirnar setti ég svo Banana chilli sósu sem ég fékk á sama stað.
Þetta bar ég svo fram með sætum kartöflufrönskum og chilli bernaise sósu sem heitir bara Benni#2 og fæst í Hagkaup, hræðilegt nafn en ljómandi sósa.
Það sem þarf í tempuramaísbaunir:
Tempura-duft
1 dós maísbaunir
Salt
Þurrkað chilli
Það sem þarf í teryiaki nautafile:
Hálf flaska Garlic Teryiaki Marinade frá Stonewall
450 gr nautafile
Eitt handfylli af sesam
Smá smjör
Salt og pipar