Nauta trufflumarinering

Yfirleitt vil ég sem minnst eiga við nautakjöt, smjör, salt og pipar og steinþegiðu svo. Hins vegar geeetur verið gott að setja smá asíska töfra í marineringu. Ég keypti geggjað framfille hjá Kjöt og fisk á Bergstaðastræti, uppáhalds kjötbúðin mín…ok mögulega er ég pínu hlutdrægur, vann þarna í ár við að afgreiða og spjalla við…

Smoky BBQ skinkusalat

Ég fór í Brauð & Co um daginn til að kaupa skammtinn minn. Ég hef heyrt bakaríið vera kallað heróínbakaríið af íbúum í 101, ég meina, hafið þið smakkað croissant-in þeirra?? Þau eru ÓSTÖÐVANDI! Svo eru þau farin  að selja alls konar annað kruðerí eins og hamingjuegg,  lífrænt gos og salöt og pestó frá vinum…

Flatkökur með hangikjöti 2.0

Ég var pantaður til að elda fyrir hóp ferðamanna sem vildu fá eitthvað íslenskt að borða. Um var að ræða steggjahóp og þeir vildu eitthvað gott, með tilvitnanir í Ísland. Hausinn fór í bleyti. Það íslenskasta ætilega sem mér dettur alltaf í hug er flatkaka með hangikjöti, algjört hnossgæti og yfirleitt á boðstólnum í öllum…

Maísbaunir í tempuradeigi

Dyggur lesandi sendi mér Snapchat um daginn þar sem viðkomandi var staddur í boði að snæða maísbaunir í tempuradeigi, þetta fangaði athygli mína. Þetta er svo fullkomnlega steikt blanda, hverjum dettur svona í hug?? Ég ákvað að sjálfsögðu að prófa, tempura er mikið notað í asískri matargerð, mjög mikið í sushi. Því fannst mér tilvalið…

Illað grillað grænmeti

Ég bý í lítilli krúttlegri risíbúð á Leifsgötu, íbúðin er frábær en væri fullkomin ef það væru á henni svalir. Það er ótrúlegur munur að vera með svalir, ég gæti þá verið með grillið mitt fína á svölunum, drukkið morgunkaffi í sólinni og daðrað við alls konar matarstef án þess að þurfa að hlaupa upp…

Fylltar kartöflubombur með gráðaosti, döðlum og beikoni.

Gráðaostur og döðlur eru svaðalegt combo sem gengur upp…alltaf. Ég hef áður gert kartöflubombur, eiginlega fyrir löngu síðan, í árdaga þessarar síðu, fyrir næstum fjórum árum síðan, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt: https://toddibrasar.com/2012/09/29/kart-flubombur/ Þar sem ég komst yfir glænýjar fallegar Þykkvabæjar kartöflur ákvað ég að henda aftur í kartöflubombur. Það sem þú þarft er: 4…

Nautafile í trufflu- og hnetumarineringu

Ég er nýfluttur í nýja íbúð, það var eitt aðalatriðið þegar ég var að skoða íbúðir að eldhúsið væri huggulegt, að það væri hægt að vinna með það, ég var nýbúinn að sjá Star Wars: The Force Awakens þegar ég kíkti á þessa og myndin varð mér innblástur að litum og uppsetningu, en meira um…

Spínatsalat með sætum kartöflum og kjúklingi.

Salat þarf ekki alltaf að vera hollt…það þarf kannski fyrst og fremst að vera gott. Þetta salat er líklegast alls ekki hollt en það er rosalega gott. Í grunninn notaði ég barnaspínat frá Lambhaga, appelsínugula papriku, avocado og piccolo tómata. Síðan komu sætar kartöflur sem ég bakaði með rauðlauk og truffluolíu. Þá voru það kjúklingabringur…