Illað grillað grænmeti

2016-07-16 18.48.40

Ég bý í lítilli krúttlegri risíbúð á Leifsgötu, íbúðin er frábær en væri fullkomin ef það væru á henni svalir. Það er ótrúlegur munur að vera með svalir, ég gæti þá verið með grillið mitt fína á svölunum, drukkið morgunkaffi í sólinni og daðrað við alls konar matarstef án þess að þurfa að hlaupa upp og niður fjórar hæðar, daðurmaðurinn sem ég er.

Ég bý samt svo vel að eiga ferðagasgrill og ég fékk rosa kreiving í grillað grænmeti um daginn, líklegast eftir allt grillaða grænmetið sem ég fékk á Sikiley, þar er mikið verið að vinna með papriku, eggaldin, kúrbít (zucchini eða courgettur) og ýmislegt fleira sem er svo lagt í olíu eða edik og notað í antipasti rétti.

Ég setti ferðagrillið ofan í vaskinn og opnaði alla glugga og grillaði mér kúrbít og papriku eins og engin væri morgundagurinn.

Kúrbítinn penslaði ég með ólívuolíu og kryddaði með salti og kryddblöndu sem ég keypti á markaði úti en líklegast samanstendur hún, af lyktinni að dæma, af þurrkuðu basil, thyme og fleira. Paprikuna penslaði ég með olíu, setti salt og reykt paprikuduft. Grillaði á báðum hliðum þar til rendurnar fallegu létu sjá sig.

Þetta bar ég síðan fram með lárperu (avocado) og frábærum balsamicgljáa frá Modena sem heitir Elsa og fæst í Hagkaup og Kjöt og fisk ásamt ristuðu brauði með smjöri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s