Nautafile í trufflu- og hnetumarineringu

2016-01-22 20.58.07

Ég er nýfluttur í nýja íbúð, það var eitt aðalatriðið þegar ég var að skoða íbúðir að eldhúsið væri huggulegt, að það væri hægt að vinna með það, ég var nýbúinn að sjá Star Wars: The Force Awakens þegar ég kíkti á þessa og myndin varð mér innblástur að litum og uppsetningu, en meira um það síðar 😉

Fyrsta steikin var matreidd í kvöld, hægeldað nautafile frá Kjöt og fisk í trufflu- og hnetumarineringu. Ég þreytist ekki að segja frá því að hitastig er algjört lykilatriði við eldun á nautasteik, ef Gordon Ramsey hefur kennt mér eitthvað þá er það þetta. Leyfa kjötinu að hvílast, ekki nota of mikinn hita, þetta kemur allt.2016-01-22 19.22.27

Kjötið þarf að vera við stofuhita þegar maður byrjar að vesenast með það, í marineringuna nota ég:

Truffluolíu (fæst í Kjöt og fisk)

Hlynsíróp

Hvítlauks og chillisalt frá Nicholas Vahé (fæst í Fakó)

Pipar

Reykt paprikukrydd

Muldar salthnetur

2016-01-22 19.21.21

2016-01-22 19.21.59

Þetta fær að liggja í marineringunni í klukkustund, svo er kjötinu lokað á eins sjóðandi heitri pönnu og leyft að jafna sig svo aðeins.

2016-01-22 19.55.30

Svo fer kjötið í leginum í ofninn á 100°C þar til kjarnhitinn nær 55°C þá er kjötið tekið út og leyft að jafna sig í 20 mínútur áður en byrjað er að skera. Kjötið er svo skorið í þunnar sneiðar og marinering/soð sett yfir sneiðarnar og muldar hnetur.

2016-01-22 20.51.28

2016-01-22 20.51.48

Borið fram með fylltum sætum kartöflum (sjá hér: https://toddibrasar.com/2016/01/22/fylltar-saetar-kartoflur/), steiktum kastaníusveppum, rauðlaukssultu frá mömmu hans Pavel (sem er ávanabindandi) og kaldri bernaisesósu.

2016-01-22 20.04.37

2016-01-22 20.11.13

2016-01-22 20.57.50

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s