Fylltar sætar kartöflur

2016-01-22 20.15.40

Ég er alveg rosalegur meðlætismaður, hef það líkegast frá föður mínum, þegar hann heldur matarboð, jafnvel þó hann sé með eitthvað ofur einfalt þá er borðið alltaf drekkhlaðið af alls konar meðlæti, sem eitt og sér væri jafnvel nóg sem heil máltíð.

Sætar kartöflur eiga að vera meinhollar en ég get lofað ykkur að það er ekkert hollt við þennan rétt. Binna vinkona mín er úr Þykkvabænum og er henni tíðrætt um kartöfluball þar em einungis eru snæddar kartöfluafurðir. Þar á meðal fylltar kartöflur, hver man ekki eftir Jacked Potatoes sem gerði innreisn hérna í kringum 1996?

Fylltar sætar kartöflur eru frekar einfaldur réttur en tímafrekur. Maður þarf að hafa kartöflu sem er frekar jöfn að vaxtarlagi…svona eins og ég…djók.

Skorin langsum truffluolía, salt og pipar yfir og inn í ofn í 40 mínútur. Að því loknu er kartöflunni skóflað úr hýðinu og hýðið sett aftur inn i ca 10 mínútur.

Kartöflunum er skóflað í skál, bætt við smjöri, salti, pipar, chilliflögum, stökku beikoni (sem ég stráði reyktu salti yfir) og rifnum osti og hrært vel saman.

2016-01-22 20.04.11

2016-01-22 20.20.24

2016-01-22 20.21.18

Maukinu (sem er syndsamlega bragðgott) er svo komið fyrir inní hýðinu sem er núna orðið stökkt og sett aftur í ofn á 200°C í ca 10 mínútur.

2016-01-22 21.22.59

Með góðu aioli eða jafnvel bernaise sósu er þetta frábær aðalréttur.

Ein athugasemd Bæta þinni við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s