Lífið þarf ekki alltaf að vera svo flókið.
Ég á góðar æskuminningar tengdar því að sitja með föður mínum við eldhúsborðið heima, við fáum okkur möndluköku, ég með mjólk og hann með kaffi. Hann skar alltaf sneiðarnar í litla teninga sem pössuðu uppí mann og leysti þar með mylsnuvesenið.
Í Kjöt og fisk búðinni, sem ég jú starfa í, seljum við vörur frá Stonewall Kitchen, þær fást reyndar líka í Hagkaup, flestar þær vörur eru mjög góðar hvort sem um ræðir Smokey Barbecue Aioli, Sriracha Teryiaki sósan eða hin stórkostlega Dulche de Leche karamellusósa. Ég mæli með því að tékka á heimasíðu Stonewall.
Lemon Curd frá Stonewall er líka rosalegt og mér skilst að Bretar borði mikið af þessu með ristuðu brauði eða jafnvel tekexi. Ég skellti smá slettu á möndlukökusneið og það var eins og einhver hafi sveiflað Harry Potter sprota í munninum á mér, þessi brögð blandast gríðarlega vel saman, sæt möndlukakan með keim af jarðaberjaglassúr við súra en jafnframt sæta bragðið af sítrónunni. Algjör boba.