Hægeldað nautafille

2015-12-25 18.39

Fátt er fallegra á veisluborði en rétt eldað nautafille. Um áramótin vorum við stórfjölskyldan með Pálínuboð þar sem allir komu með eitthvað á borðið.

Ég kom með hægeldað nautafille. Það er mjög mikilvægt við eldun mjúkra nautavöðva að þeir séu við stofuhita þegar þeir eru eldaðir, þá dragast þeir síður saman og verða síður seigir.

Þetta er 1kg stykki sem ég steikti upp úr miklu smjöri, salti og pipar á mjög heitir pönnu. Síðan er það Gordon Ramsey trikkið að leyfa kjötinu alltaf að jafna sig á milli, ég vafði því í álpappír og leyfði því að hvíla þannig í 45 mínútur.

Síðan fór það í ca klst í 90°C heitan ofn eða þar til kjarnhitinn fór í 55°C, þá leyfði ég því að hvíla í klukkustund. Síðan skar ég það mjög þunnt, salt, pipar og gomma af parmesan yfir. Bearnaise sósa og kartöflusalat.

Kjötið var lungamjúkt, fagurbleikt, allt eins og það á að vera.

2015-12-31 19.05.40

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s