Ribeye-roast á beini

 

2015-12-09 16.37.37

Mér finnst gaman að vinna með nautakjöt, eftir að ég fór að vinna í Kjöt og fisk á Bergstaðastræti hef ég lært alveg ótrúlega mikið um alls konar kjöt…og fisk. Við erum ekki margir að vinna þar en við eigum þó sameiginlegt að hafa gríðarlegan mataráhuga og það ríkir einhver óútskýranleg gagnkvæm virð

Þó að ég hafi haldið úti þessu litla matarbloggi í þrjú og hálft ár þá er reynsla mín í matariðnaðinum fábrotin við hliðina á þeirri sem samstarfsmenn mínir búa yfir þrátt fyrir að ég sé 10 árum eldri en þeir flestir. Enginn okkar er menntaður matreiðslumaður, einn hefur nýlokið kjötiðnaðarnámi en aðrir eru í þessu af lífi og sál, og það finnst mér sjarmerandi, þarna eru allir að sinna ástríðu, vökva lífsblómið, orkídeuna…já þetta var nú heimspekilegt.

Það var þó ekki fyrr en í heimsókn hjá systur minni í Altrincham í vetur að við horfðum á 10 ára gamlan matreiðsluþátt með Nigellu í sjónvarpinu að ég fann löngun til að prófa eitthvað nýtt í nautakjötseldamennsku. Ég hef gert fjömargar wellington steikur, t-bone, ribeye, roastbeef, þetta þekkjum við. En í þessum þætti var Nigella að gera ribeye-roast með beini…og þvílík steik! Ég var heillaður, þetta lítur út eins og Flintstones-risaeðlusteik og lúkkar gríðarlega vel á fallegu veisluborði.

Þegar ég kom heim ráðfærði ég mig við Gulla samstarfsfélaga minn og hann pantaði frá kjötvinnslunni bita sem hann snyrti síðan til fyrir mig í þessa líka glorious steik.

2015-12-09 16.37.33

Það þarf svo sem ekki mikið að eiga við svona steik í eldun, ég nuddaði hana með ólívuolíu og bar svo kryddblöndu með hvítlauk, rósmarín, salt, pipar og púðursykri. Ég lagði svo steikina með mjúku hliðina upp ofan á lauk og bakaði á 150°C þar til kjarnhitinn hafði náð um 60°C.

2015-12-12 16.43.04

IMG_20151212_221906

Skorið í þunnar sneiðar og borið fram með soðsósu, sætkartöflumús, rósinkálsalati og fleira kruðerí og allir ,,bresku” gestirnir glaðir.

2015-12-12 20.24-2

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s