Samloka með eplum, kanil, camenbert og hunangi.

Eftir að hafa þvælst um Sikiley og Marokkó á síðasta ári fór ég að kunna betur að meta kjötlausa rétti og í haust setti ég mér markmið að 3 kvöldmáltíðir í viku yrðu kjötlausar. Grilluð ostasamloka er svona guilty pleasure hjá mér, góður cheddar ostur er þar í lykilhlutverki. Í þessa samloku þarftu: Þykkar góðar brauðsneiðar…

Fylltar kjúklingabringur vafðar í beikon með sætum kartöflum og bláberjasalati

Á föstudaginn eldaði ég fyrir hressan gæsahóp í Kópavoginum. Það var óvænt og skemmtilegt. Boðið var uppá fylltar kjúklingabringur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti sem voru vafðar í beikon og smurðar með BBQ-lime olíu, grillaðar sætar kartöfluskífur, villisveppasósu og bláberjasalat. Svona var þetta: Kjúklingur Þú þarft: Kjúklingabringur Sólþurrkaða tómata Fetaost Beikon BBQ-lime olíu Salt Bringurnar…

Fylltar sætar kartöflur

Ég er alveg rosalegur meðlætismaður, hef það líkegast frá föður mínum, þegar hann heldur matarboð, jafnvel þó hann sé með eitthvað ofur einfalt þá er borðið alltaf drekkhlaðið af alls konar meðlæti, sem eitt og sér væri jafnvel nóg sem heil máltíð. Sætar kartöflur eiga að vera meinhollar en ég get lofað ykkur að það…

Spínatsalat með sætum kartöflum og kjúklingi.

Salat þarf ekki alltaf að vera hollt…það þarf kannski fyrst og fremst að vera gott. Þetta salat er líklegast alls ekki hollt en það er rosalega gott. Í grunninn notaði ég barnaspínat frá Lambhaga, appelsínugula papriku, avocado og piccolo tómata. Síðan komu sætar kartöflur sem ég bakaði með rauðlauk og truffluolíu. Þá voru það kjúklingabringur…

Sætkartöflusalat með beikoni

Aðdáun mín á sætum kartöflum minnkaði ekki neitt eftir að ég horfði á fyrstu þættina af Jamie´s Super Food með Jamie Oliver. Þar ferðast hann um heiminn og leitar að svokallaðri ofurfæðu, eða því sem hann skilgreinir sem ofurfæðu og þar er hann mikið að vinna með sætar kartöflur og annað af mínu uppáhaldi, gulum…

Samloka með pestóskinku ásamt sætum kartöflum og grænmeti

Svei mér þá ég held að leiðin að hjarta mínu sé í gegnum bráðinn ost. Þetta er samloka með pestóskinku ásamt sætum kartöflum og grænmeti. Samlokan er svona uppbyggð: BrauðRjómaostur með sólþurrkuðum tómötumVenjulegur osturHunangssinnepSteiktur laukurPestóskinkaSveppirBBQ-sósaVenjulegur osturRjómaostur með sólþurrkuðum tómötumBrauð Sætar kartöflur eru skornar í jafna parta og steikt í smjörlíki og olíu á pönnu, síðan…