Eftir að hafa þvælst um Sikiley og Marokkó á síðasta ári fór ég að kunna betur að meta kjötlausa rétti og í haust setti ég mér markmið að 3 kvöldmáltíðir í viku yrðu kjötlausar.
Grilluð ostasamloka er svona guilty pleasure hjá mér, góður cheddar ostur er þar í lykilhlutverki. Í þessa samloku þarftu:
Þykkar góðar brauðsneiðar
Smjör
Cheddar
Epli (Jonagold)
Camenbert
Kanil
Hunang
Valhnetur
Aðferð:
Cheddar osturinn fer neðst, þá eplasneiðar, smá kanill settur yfir og þá camenbert osturinn, smá meiri cheddar og lokan er klár. Samlokurnar eru svo steiktar í smjöri og pressaðar niður, ég notaði pottlok, í restina skelli ég svo valhnetum á pönnuna og hunang yfir.
Borið fram með klettasalati með rifnu greip og sætum kartöflum með anís. Kanillinn leikur aukahutverk í samlokunni en kemur skemmtilega á óvart.