Kúskús með döðlum, chilli og satay

2017-02-01-18-16-55

Eitt af því sem er einkennandi í marokkóskri matargerð er kúskús (e. Couscous). Kúskús er bara gróft semolina hveiti sem er gufusoðið og þurrkað. Yfirleitt er kúskúsið notað sem uppfylling með kjötréttum eða kássum en stundum fékk maður líka kúskús salat sem var búið að blanda saman við alls konar grænmeti og góðgæti, yfirleitt mjög bragðsterkt og mun meira spennandi heldur en hrísgrjón.

Þetta kúskús salat er ótrúlega einfalt og hættulega gott.

Þú þarft:

250gr kúskús

400ml soðið vatn

Hálfan rauðlauk

5 ferskar döðlur

1 lime

1 rauðan chillipipar

3 msk satay sósu

Smjör

Salt

2017-02-01-18-26-36

Aðferð:

Þetta tekur svo stuttan tíma og er svo ótrúlega einfalt að það nær ekki nokkurri átt. Rauðlaukur, döðlur og chillipipar er skorið smátt og sett í ská, kúskúsið þar yfir, salt og smjör og safi úr einu lime, þá er sjóðandi vatni hellt yfir og lok sett á, beðið í 3 mínútur og hrært þá upp með gaffli, satay sósan sett út á og blandað vel, lokið aftur á í 3 mínútur og þá er þetta tilbúð.

2017-02-01-18-45-49

Ég nota yfirleitt satay-sósuna frá Blue Dragon, mér finnst hún mögnuð.

Þessi réttur fer vel sem hliðarréttur með öllu og jafnvel hægt að setja ofan á ristað brauð með smjöri.

2017-02-01-18-45-30

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s