Ostur gerir mig hamingjusaman, ég kann ekki að útskýra það en það er eitthvað bið sérstaklega bráðinn bragðsterkan ost, jafnvel pínu brenndan sem kveikir i bragðlaukunum.
Í kvikmyndinni Chef frá 2014 er sena með Jon Favreau þar sem hann gerir tilraun til að grilla bestu ostasamloku í heimi, þetta er frábær sena sem sýnir hversu mikla yfirlegu góð samloka þarfnast.
Það þarf stöðugt að fylgjast með hitanum svo samlokan brenni ekki og mikilvægt að vera með góða blöndu af gouda og cheddar osti. Ég bætti reyndar döðlum á samlokuna til að fá smá sætu.
Ég notaði Snowdonia Black Bomber cheddar sem mér finnst frábær, reyndar eins og flestir Snowdonia ostarnir, svo er ég líka með Óðals cheddar frá MS sem er reyndar frekar bragðlaus og óspennandi en bráðnar vel þar sem hann er fituríkur. 3 sneiðar af gouda fylgja líka.
Smjörið er brætt á pönnu og samlokan sett ofan á og þrýst vel á, ég notaði pottlok til að halda hitanum inni, svo sneri ég samokunni reglulega þar til osturinn var farinn að leka. Dásamlegir litir, dökk appelsínugulur cheddar osturinn blandast við gouda ostinn og stökkt smjörsteikt brauðið…
Borið fram með smá slettu af sýrðum rjóma….jiiiii!