Ég fór í Brauð & Co um daginn til að kaupa skammtinn minn. Ég hef heyrt bakaríið vera kallað heróínbakaríið af íbúum í 101, ég meina, hafið þið smakkað croissant-in þeirra?? Þau eru ÓSTÖÐVANDI!
Svo eru þau farin að selja alls konar annað kruðerí eins og hamingjuegg, lífrænt gos og salöt og pestó frá vinum mínum í Kjöt & fisk. Ég kippti með skinkusalati með chilli í einni ferðinni og það var virkilega áhugavert, sweet chilli-sósu greinilega blandað saman við majónesið og grænuepli blandað saman við reykta skinkuna.
Ég varð að sjálfsögðu að prófa…og taka skrefinu lengra, ég notaði:
1 krukka af Smoky Barbecue Aioli frá Stonewall
6 sneiðar af hamborgarhrygg í sneiðum
1 ferskur rauður chilli
Hálft grænt epli
1 dós maísbaunir
Steinselja
Rifinn parmesan
Garlic og red chilli salt frá Nicolas Vahé
Það er eitthvað við þetta aioli sem tryllir mig, þau eru reyndar flest mjög góð sem koma úr þessari línu, Horseradish aioli-ið er hrikalega gott t.d. Þessar vörur fást í Kjöt & fisk, Hagkaup og á fleiri stöðum. N.B. þá tengist ég þessu merki á engan hátt annan en að mér finnst þetta rosalega gott 🙂
Hamborgarhryggurinn er skorinn smátt og blandað saman við aioli-ið, það sama á við um restina af innihaldinu, svo er þetta spurning um að smakka sig áfram með ostinn og saltið. Ég setti þetta svo á Ritz-kex og ég verð að segja að þetta var hrikalega gott með smá lögg af 16 ára Lagavulin sem ýtir undir reykbragðið.
PS. Hvet ykkur til að kíkja á Brauð & Co og Kjöt & fisk á Instagram, mjög fallegar myndir og fallegt fólk.