Smoky BBQ skinkusalat

2017-02-09-23-10-15-2

Ég fór í Brauð & Co um daginn til að kaupa skammtinn minn. Ég hef heyrt bakaríið vera kallað heróínbakaríið af íbúum í 101, ég meina, hafið þið smakkað croissant-in þeirra?? Þau eru ÓSTÖÐVANDI!

Svo eru þau farin  að selja alls konar annað kruðerí eins og hamingjuegg,  lífrænt gos og salöt og pestó frá vinum mínum í Kjöt & fisk. Ég kippti með skinkusalati með chilli í einni ferðinni og það var virkilega áhugavert, sweet chilli-sósu greinilega blandað saman við majónesið og grænuepli blandað saman við reykta skinkuna.

2017-02-09-22-46-38

Ég varð að sjálfsögðu að prófa…og taka skrefinu lengra, ég notaði:

1 krukka af Smoky Barbecue Aioli frá Stonewall

6 sneiðar af hamborgarhrygg í sneiðum

1 ferskur rauður chilli

Hálft grænt epli

1 dós maísbaunir

Steinselja

Rifinn parmesan

Garlic og red chilli salt frá Nicolas Vahé

2017-02-09-22-48-42

Það er eitthvað við þetta aioli sem tryllir mig, þau eru reyndar flest mjög góð sem koma úr þessari línu, Horseradish aioli-ið er hrikalega gott t.d. Þessar vörur fást í Kjöt & fisk, Hagkaup og á fleiri stöðum. N.B. þá tengist ég þessu merki á engan hátt annan en að mér finnst þetta rosalega gott 🙂

Hamborgarhryggurinn  er skorinn smátt og blandað saman við aioli-ið, það sama á við um restina af innihaldinu, svo er þetta spurning um að smakka sig áfram með ostinn og saltið. Ég setti þetta svo á Ritz-kex og ég verð að segja að þetta var hrikalega gott með smá lögg af 16 ára Lagavulin sem ýtir undir reykbragðið.

PS. Hvet ykkur til að kíkja á Brauð & Co og Kjöt & fisk á Instagram, mjög fallegar myndir og fallegt fólk.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s