Deig Workshop

Ég fór í smá roadtrip ásamt vinnufélögum mínum í hádeginu í dag. Áfangastaðurinn var bakarí sem átti að jafnvel skáka við Brauð&Co. Seljabraut….Seljabraut í efra Breiðholti…allt í lagi þá. Hverjum dettur eiginlega í hug að opna hipstera bakarí í efra Breiðholti?? Jú, teymið á bakvið hinn geggjaða Le Kock í Ármúla, staðurinn sem átti að…

Döðlumauk með valhnetum og chilli

Það er ótrúlega einfalt að búa til döðlumauk og það er frábært í alls konar matseld. Döðlumauk passar frábærlega með góðum hummus á skonsur (sem eru ekkert annað en glorified amerískar pönnukökur). Svo er hægt að nota döðlumaukið á hamborgara, samlokur, eða bara út á salatið. Þú þarft: Ca 200 gr ferskar döðlur Ca 200ml…

Smoky BBQ skinkusalat

Ég fór í Brauð & Co um daginn til að kaupa skammtinn minn. Ég hef heyrt bakaríið vera kallað heróínbakaríið af íbúum í 101, ég meina, hafið þið smakkað croissant-in þeirra?? Þau eru ÓSTÖÐVANDI! Svo eru þau farin  að selja alls konar annað kruðerí eins og hamingjuegg,  lífrænt gos og salöt og pestó frá vinum…

Rándýr brauðraspur

Það þykir kannski hipsteralegt að búa í lítilli risíbúð í 101 og versla bara við litlar gúrmei búðir í hverfinu, nota helst aldrei bíl um helgar, leggja áherslu á snyrtimennsku í fatnaði og fallegum hlutum…eeen nýja bakaríið á Frakkastíg, Brauð og co, er líklegast það sem einkennir og sameinar alla hipstera og túrista bæjarins. Í…

Nautalund í heimagerðum brauðrasp

  Það er ein ljómandi fín kona sem gefið hefur út matreiðslubækur sem venur komur sínar í búðina (Kjöt og fisk) og við spjöllum oft heilmikið um mat og nýjar hugmyndir. Hún sagði mér frá því að henni finnst rosalega gott að elda nautalund bara með venjulegum raspi, steikir svo úr smjöri og þetta sé…